Velta með hlutabréf í Kauphöllinni í dag nam 263 milljónum króna. Alls skiptu bréf um hendur 26 sinnum. Mest viðskipti voru með bréf í Marel sem hækkuðu um 0,3%. Verð í Högum hækkaði um rúmlega 1% og er nú 18,7 krónur á hlut. Icelandair Group lækkaði lítillega í 55 milljóna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,17% en frá áramótum nemur hækkun hennar rúmlega 18%. Lokagildi hennar í dag var 1.074 stig.

Töluverð velta var á skuldabréfamarkaði, eða um 22,6 milljarðar króna samkvæmt daglegu yfirliti GAMMA. Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í dag um 0,5 prósenta hækkun stýrivaxta og skýrir að einhverju leyti breytingar á skuldabréfamarkaði. Vísitalan GAMMA: Verðtryggt hækkaði um 0,4% í 14 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 8,6 milljarða viðskiptum.