Alls sóttu 23 um laust embætti skrifstofustjóra Landsréttar en umsóknarfrestur rann út á sunnudag. Í hópi umsækjenda er nokkur fjöldi lögmanna, yfirlögfræðingar, aðstoðarmaður hæstaréttardómara og fyrrverandi þingmaður.

Embættið var auglýst laust til umsóknar þann 26. febrúar síðastliðinn en það losnaði eftir að Björn L. Bergsson var skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Forseti Landsréttar skipar í embættið til fimm ára í senn en í starfinu felst að stýra daglegum rekstri dómstólsins eftir ákvörðun forseta réttarins og í umboði hans.

Af lögmönnum sem sækja um stöðuna má nefna Ásgeir Jónsson hjá Löggarði, Elvar Örn Unnsteinsson hjá Lögmálum, Kristínu Ólafsdóttur sem starfaði hjá Magna lögmönnum, Margréti Gunnlaugsdóttur og Þórð Heimi Sveinsson bæði á Lögfræðistofu Reykjavíkur, Gunnar Viðar hjá LEX og Vilhjálm Bergs hjá Lögráðum.

Starfandi skrifstofustjóri Landsréttar, Hákon Þorsteinsson, er meðal umsækjenda og hið sama má segja um Hildu Valdemarsdóttur, aðstoðarmann hæstaréttardómara, Karl Óttar Pétursson, fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og Höskuld Þórhallsson, fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins. Þá sótti yfirlögfræðingur mennta- og menningarmálaráðuneytsins, Agnes Guðjónsdóttir, um sem og Dagrún Hálfdánardóttir, framkvæmdastjóri Félags forstöðumanna ríkisstofnana.

Nöfn allra umsækjenda má sjá hér að neðan.

 • Agnes Guðjónsdóttir,
 • Ása Kristjánsdóttir
 • Ásgeir Jónsson
 • Birgir Hrafn Búason
 • Dagrún Hálfdánardóttir
 • Elvar Örn Unnsteinsson
 • Eva Margrét Ævarsdóttir
 • Gunnar Viðar
 • Halldór E. Sigurbjörnsson
 • Hákon Þorsteinsson
 • Hervör Pálsdóttir
 • Hilda Valdemarsdóttir
 • Hildigunnur Guðmundsdóttir
 • Hrafnhildur Ómarsdóttir
 • Höskuldur Þór Þórhallsson
 • Karl Óttar Pétursson
 • Kristín Ólafsdóttir
 • Margrét Gunnlaugsdóttir
 • Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir
 • Salvör S. Jónsdóttir
 • Vilhjálmur Bergs
 • Þórður Heimir Sveinsson
 • Þuríður Árnadóttir