Hagnaður Já Upplýsingaveitna var um 229 milljónir króna á síðasta ári, eða rúmlega einni milljón meira en árið áður. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já, segir að ráðist hafi verið í hagræðingaraðgerðir í fyrra. Hún gerir ráð fyrir að þær muni skila sér á þessu ári.

Árið 2011 var fyrsta heila starfsárið eftir að nýir eigendur eignuðust félagið. Móðurfélag Já er Eignarhaldsfélagið Njála ehf. sem aftur er að 85% hluta í eigu Auðar 1 fagfjárfestasjóðs Auðar Capital. Félagið Soko ehf. á 15% hlut og er það í eigu Sigríðar Margrétar og Katrínar Olgu Jóhannesdóttur.

Arðgreiðslur til eigenda vegna reksturs Já á síðasta ári nema 250 milljónum króna.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.