Flutningaskip á vegum bílaframleiðandans Nissan siglir í kvöld frá landinu með 230 nýja og ónotaða bíla um borð. Flestir þeirra fara á markað á hinum Norðurlöndunum en þeir eru fluttir út á vegum Ingvars Helgasonar, umboðsaðila Nissan hér á landi.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvparsins.

Þar kom fram að ástæðan fyrir útflutningnum liggur í samdrætti í bílasölu hér á landi.

Hægt er að sjá fréttina á vef RÚV.