Íbúðir í nýrri byggingu í Bríetartúni við Höfðatorg eru nú komnar á sölu hjá Fasteignasölunni Mikluborg. Óhætt er að segja að um sé að ræða glæsiíbúðir en í byggingunni er meðal annars fimm herbergja íbúð sem á eru settar 195 milljónir króna.

„Glæsileg 239,9 fm 5 herbergja íbúð á 11. hæð með yfirbyggðum svölum. Íbúðin skiptist í alrými með stofu og eldhúsi, 4 herbergi, þrjú baðherbergi og þvottahús. Íbúðin afhendist óinnréttuð. Byggingin er 7 hæðir að hluta og 12 hæðir að hluta. Byggingaraðili er Eykt sem er eitt stærsta byggingarfélag landsins með áratuga reynslu og þekkt fyrir góð vinnubrögð,“ segir í lýsingunni um glæsiíbúðina.

Í húsinu verða 94 íbúðir á 12 hæðum, bílakjallari, tvö lyftuhús með tveimur lyftum hvort. Ekki er búið að auglýsa afhendingartíma íbúðanna. Þá verður verslunar- og þjónustrými á jarðhæð.