Samþykktar kröfur í þrotabú Magnúsar Þorsteinssonar nema alls 24,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram á Mbl.is , samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra búsins.

20. mars næstkomandi verður haldinn skiptafundur og þar hafa kröfuhafar lokatækifæri til að andmæla skiptunum. Gjaldþrotaskiptin hafa tekið tæp átta ár að því er kemur fram í fréttinni, þar sem að Magnús var úrskurðaður gjaldþrota í maí 2009 að kröfu Straums-Burðaráss.

Magnús flutti lögheimili sitt til Rússlands í apríl 2009, þó taldi dómari að Magnús væri ekki undanþeginn lögsögu íslenskra dómstóla þar sem að krafa um gjaldþrotaskipi kom fram í mars 2009.