Atvinnuleysi mældist 2,9% í nóvember samkvæmt frétt á vef Hagstofunnar , og hækkaði um 1,1 prósentustig milli ára.

Tæp 205 þúsund manns á aldrinum 16-74 ára voru á vinnumarkaði, sem gerir 81% atvinnuþáttöku, og af þeim voru 5.900 manns án atvinnu. 6.900 manna fjölgun varð á vinnuafli milli ára í nóvember, sem jafngildir um 3,4% hækkun, eða 0,6 prósentustiga hækkun atvinnuþáttöku.

Séu atvinnuleysistölur nóvembermánaðar leiðréttar fyrir árstíðabundnum þáttum mældist atvinnuleysi 3,6%, sem er aukning um hálft prósentustig milli mánaða, og atvinnuþáttaka 82,4%.