Ýmsar vangaveltur eru uppi um hver áhrif hinna erlendu skuldabréfa útgáfna verða á gengi íslensku krónunnar þegar þær koma til innlausnar
Eins og staðan er nú eru útgáfurnar þokkalega vel dreifðar með þeirri undantekningu að í september 2006 koma til greiðslu ríflega 30 milljarðar króna að því er kemur fram hjá Lánasýslu ríkisins.

Endurgreiðslurnar dreifast því að mestu vel yfir tíma og eru því að öllu leyti fyrirsjáanlegar og þekktar. Þetta ætti að öðru óbreyttu að draga úr örum gengisbreytingum vegna viðskiptanna segir í tilkynningu Lánasýslu ríkisins.