Umhverfisstofnun hefur gert samninga við sveitarfélög til þriggja ára um refaveiðar. Samkvæmt fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 30 milljón króna endurgreiðslu til 8 landstóra og fámenna sveitarfélaga næstu þrjú árin. En endurgreiðsluhlutfallinu verður skipt misjafnlega milli sveitarfélaga, frá 10 prósentum upp í 33 prósent. Að þremur árum liðnum er áætlað að fyrir liggi betri upplýsingar um stofnstærð refsins um land allt sem og frekari upplýsinga um tjón. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar .

Umhverfisstofnun kallaði eftir áætlunum frá sveitarfélögunun í maí s.l. Alls bárust 58 áætlanir en einungis 54 af þeim fólu í sér kostnað af hálfu sveitarfélags vegna refaveiða. Stofnunin hefur í kjölfarið gert drög að samningum við sveitarfélögin þar sem áhersluatriði hér að ofan eru höfð að leiðarljósi. Samingsdrögin eru til umsagnar hjá sveitarfélögunum til 22. ágúst og stefnin stofnunin að því að gera samninga við þau í kjölfarið. Fyrstu endurgreiðslur koma til greiðslu á þessu ári fyrir árið 2014. Skv.

Refastofninn hefur líklega meira en tífaldast á síðustu 30 árum, eftir að hafa verið í sögulegri lægð. Þetta má að öllum líkindum rekja til bættra lífsskilyrða svo sem vegna aukins fæðuframboðs, en t.d. hefur fýl og heiðagæs fjölgað mikið á sama tímabili.