30% stjórnenda telur ekkert svigrúm til launahækkana í yfirstandandi kjaraviðræðum og 24% segja svigrúm til launahækkana 1-3%. 27% segja svigrúmið vera 4-6%, 15% stjórnenda segja svigrúmið 7-10% og einungis 4% segja svigrúm til launahækkana 11% eða meira. Þetta kom fram í könnun MMR sem var gerð 28. mars til 5. apríl og fjöldi svara var 630 og þar af tóku 77,8% afstöðu.

Svigrúm til launahækkana
Svigrúm til launahækkana
© None (None)

Stækka má myndina með því að smella á hana.

Svigrúmið minna hjá minni fyrirtækjum

Velta fyrirtækja réð nokkru um hvort og þá hversu mikið svigrúm stjórnendur töldu til hækkana, t.d. segja 40% stjórnenda í fyrirtækjum, sem velta 199 milljónum eða minna, ekkert svigrúm til launahækkana og sama sinnis eru 32% stjórnenda fyrirtækja sem velta 200 til 999 milljónum. Þegar veltan eykst og er á bilinu milljarður eða meira þá telja 23% ekkert svigrúm til launahækkana. Stjórnendur í meðalstórum fyrirtækjum telja sig hafa svigrúm til lítilla hækkana eða 1-3%. Þegar skoðað er hlutfall stjórnenda sem telur að laun geti hækkað um 11% eða meira er það hlutfall hæst í minnstu fyrirtækjunum sem velta minna en 199 milljónum, eða tæp 7%, en enginn stjórnandi hjá fyrirtæki með yfir milljarð í veltu telur svo mikið svigrúm vera til staðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.