Í maímánuði síðastliðnum voru skráðir 102.875 atvinnuleysis-dagar á landinu öllu sem jafngilda því að 4.900 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda 3,3% af áætlun efnahagsskrifstofu fjármála-ráðuneytis um mannafla á vinnumarkaði í maí 2004. Áætlaður mannafli á vinnumarkaði í maí 2004 var 147.620. Til samanburðar mældist atvinnuleyið 3,5% í apríl sl. en 3,6% í maí 2003.

Á höfuðborgarsvæðinu mældist atvinnuleysið 3,7% í maí sl., en 2,6% á landsbyggðinni. Minnst er atvinnuleysið á Norðurlandi Vestra og á Austurlandi, 1,8% en mest á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu, 3,7%. Atvinnulausum körlum fækkaði um 5,9% milli apríl og maí, en atvinnulausum konum fjölgaði um 5,7%.

Atvinnuástandið batnar yfirleitt í júní miðað við maí sem stafar aðallega af aukningu í árstíðabundinni starfsemi, að því er fram kemur í skýrslu Vinnumálastofnunar.