Skráð atvinnuleysi í nóvember 2008 var 3,3% eða að meðaltali 5.445 manns og eykst atvinnuleysi um 75% að meðaltali frá október eða um 2.339 manns.

Atvinnuleysi hefur ekki jafn mikið frá því í maí árið 2004. Á sama tíma á árinu 2007 var atvinnuleysi 0,8%, eða 1.321 manns.

Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar.

Þar kemur fram að í kjölfar falls bankanna hefur orðið mikill samdráttur í flestum greinum, einkum í byggingariðnaði, verslun, iðnaði og þjónustu.

Atvinnuleysi er nú mest á Suðurnesjum 7,2% en minnst á Vestfjörðum 0,6%.

Atvinnuleysi eykst um 80% á höfuðborgarsvæðinu en tæp 70% á landsbyggðinni.

Atvinnuleysi eykst meira meðal karla eða um 94% en um 53% meðal kvenna. Ástæða þess er m.a. meiri samdráttur í greinum sem karlar starfa í t.d. í byggingariðnaði.

Sjá nánar í skýrslu um stöðu á vinnumarkaði í nóvember 2008.