Tæpir 3 milljarðar Bandaríkjadala, um 340 milljarðar króna, eru horfnir af reikningum eins af olíusjóðum Líbíu (e. Sovereign Wealth Fund). Þetta hefur BBC eftir líbýskum embættismanni sem hefur það verkefni að kortleggja erlenda fjárfestingu sjóðsins.

Líbíski embættismaður Mahmoud Bad segir að rannsókn hafi leitt ljós misnotkun á fjármunum sjóðsins. Heildareignir sjóðsins eru 70 milljarðar dala en sjóðurinn var settur upp af Saif al-Islam, syni Muammar Gaddafi. Hljóta böndin því að beinast að fjölskyldu Gaddafi.

Meðal eigna sjóðsins eru hlutabréf í ítalska bankanum UniCredit, sem hefur lækkað um 43% frá áramótum. Sjóðurinn á einnig hlut í knattspyrnuliðinu Juventus og í Pearson, eiganda breska viðskiptablaðsins Financial Times.

Gaddafi
Gaddafi
© Aðsend mynd (AÐSEND)