Afgangur af rekstri Seltjarnarness á síðasta ári nam 354 milljónum króna en áætlunin var upp á 18 milljónir króna, samkvæmt samstæðureikningi. Þessi góða afkoma helgast meðal annars af því að framlög frá Jöfnunarsjóði reyndust meiri en reiknað var með í fjáhagsáætlun og innheimta eldri útsvarskrafna á árinu fór langt fram úr því sem gert hafði verið ráð fyrir. Heildarskuldir og skuldbindingar nema um 1.699 milljónum rkóna og hafa lækkað um 118 milljónir króna milli ára. Skuldahlutfall er 55% og segir í tilkynningu frá Sletjarnarnesbæ að það sé með því allra lægsta á landinu.