365 miðlar hafa undirritað samning við Gagnaveitu Reykjavíkur um aðgang að Ljósleiðaranetinu og gerir 365 miðlum kleift að bjóða viðskiptavinum sínum upp á fjarskiptaþjónustu. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir samninginn lið í uppbyggingu fjarskiptaþjónustu fyrirtækisins.

Í tilkynningu frá 365 miðlum og Gagnaveitu Reykjavíkur er haft eftir Ara að með tilkomu Ljósleiðarans verði hægt að bjóða upp á afþreyingu í mun meiri gæðum en áður og möguleikarnir meiri en áður.

Fram kemur í tilkynningunni segir ennfremur að viðskiptavinir 365 miðla muni fá aðgengi að öflugustu nettengingum sem völ er á um Ljósleiðara eða 4G tækni, hvort sem þeir eru staddir heima eða að heiman.

Í síðustu viku var greint frá því að 365 miðlar hafi ásamt Vodafone, Nova og Símanum tryggt sér á uppboði tíðniheimild fyrir tíðnisvið fyrir 4G-þjónustu.