Heildarvelta H & M Hennes & Mauritz Iceland ehf. nam 3,8 milljörðum árið 2021 og jókst um 18% á milli ára. Hagnaður tískurisans var 137 milljónir samanborið við 62 milljónir árið áður. Eigið fé félagsins við árslok 2021 var 376 milljónir og jókst um 57% milli ára. Eiginfjárhlutfallið var 74%. Ekki verður greiddur út arður vegna rekstrarársins.

Félagið rekur fjórar H&M-verslanir, þrjár á höfuðborgarsvæðinu og eina á Akureyri. Því til viðbótar rekur félagið verslanirnar Monki og Weekday í Smáralind og COS á Hafnartorgi.