Hafin er bygging 1.300 fermetra frystigeymslu á Höfn í Hornafirði. Jafnframt er unnið að byggingu um  600 fermetra tengibyggingar. Geymslan er byggð á athafnasvæði Skinneyjar-Þinganess en reiknað er með að hægt verði að koma um 4000 tonnum af frystum afurðum í geymsluna segir í frétt vefsins horn.is..

Verklok eru áætluð í febrúar - mars 2007. Um 10-15 manns vinna við verkið að jafnaði. Það eru starfsmenn Íslenskra Aðalverktaka sem vinna að byggingunni.