*

fimmtudagur, 1. október 2020
Innlent 10. desember 2019 16:39

41 sótti um stöðu Útvarpsstjóra

Ríkisútvarpið ætlar að ráða nýjan útvarpsstjóra í lok janúar á næsta ári.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Í heildina sótti 41 um stöðu Útvarpsstjóra sem auglýst var til umsóknar eftir að Magnús Geir Þórðarson sagði starfi sínu lausu.

Magnús Geir var skipaður Þjóðleikhússtjóri frá og með 1. janúar næstkomandi, en hann hafði gengt stöðu Útvarpsstjóra frá 2014. Magnús Geir hætti störfum um miðjan nóvember en í tilkynningu sem send var á fjölmiðla við það tilefni kom fram að hann yrði stjórn og stjórnendum innan handar. Upphaflegur umsóknarfrestur rann út 2. desember en ákveðið var að framlengja hann um viku eða til 9. desember.

Í tilkynningu frá RÚV segir m.a.:

„Stjórn RÚV ræður útvarpsstjóra. Á næstu vikum verður farið yfir umsóknir og hefur stjórn fengið ráðningafyrirtækið Capacent til að hafa umsjón með því verkefni. Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.“