Breski lyfjaframleiðandinn Shire hefur nú fest kaup á bandaríska lyfjafyrirtækinu Baxalta fyrir heila 32 milljarða bandaríkjadala, eða 4.160 milljarða íslenskra króna. Greitt er fyrir kaupin með bæði reiðu- og hlutabré og munu hluthafar í Baxalta munu fá 34% í sameinuðu félagi.

Í tilkynningu frá félögunum er áætlað að söluaukningar muni nema meira en 10% fyrir árið 2020, þökk sé kaupunum. Árleg sala fyrirtækisins þá mun nema um 20 milljörðum dala, eða 2.604 milljörðum króna.

Samningaviðræður hafa staðið yfir í heila sex mánuði, en fyrri tilboðum Shire sem hljóðuðu upp á 30 milljarða dala var hafnað, þar eð þau mátu ekki fyrirtækið til fullra verðleika. Þetta sögðu talsmenn Baxalta á þeim tíma. Kaupverðið hljómar upp á 47,50 dali á hlut, en það er 37,5% yfir verði hlutabréfa Baxalta daginn sem tilkynnt var um áhuga Shire.

Samningurinn markar góða byrjun á árinu fyrir samruna og kaup í lyfjabransanum, en síðasta ár sló öll met í þeim geiranum - samningar og samrunar á heimsvísu námu fjárhæðum í kring um 673 milljarða bandaríkjadala, eða 87,5 þúsund milljarða íslenskra króna.