Verðbólga á OECD svæðinu var 4,4% í júní. Verðbólga var 3,9% í maí, en hún hefur ekki verið hærri en hún er nú síðan í mars árið 2000.

Verðlag hækkaði um 0,6% í júní, en hafði áður hækkað um 0,7% í maí.

Orkuverð hefur hækkað um 19,3% undanfarið ár á OECD svæðinu. Verðbólga matar í júní var 6,5%.

Sé matur og orka ekki tekin með í mælinguna var verðbólga í júní 2,2% á ársgrundvelli.

Á evrusvæðinu hækkaði vísitala neysluverðs um 0,4% í júní, eftir að hafa hækkað um 0,6% í maí. Það þýðir að verðbólga var á svæðinu 4% í mánuðinum, en sé matur og orka ekki með í mælingunni var verðbólga 1,8% í júní.