*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 1. nóvember 2014 11:25

47% vilja Jón Gnarr sem forseta

Jón Gnarr, Ragna Árnadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson vinsælustu forsetaefnin samkvæmt nýrri skoðanakönnun.

Ritstjórn

Af þeim sem tóku afstöðu í nýrri könnun Fréttablaðsins sögðust 47% vilja að Jón Gnarr taki við af Ólafi Ragnari Grímssyni sem forseti Íslands. Næst á eftir honum eru þau Ragna Árnadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson en þau nutu hver um sig níu prósent fylgi aðspurðra sem tóku afstöðu.

Þegar niðurstöðurnar voru bornar undir Ólaf Ragnar Grímsson fengust þær upplýsingar að hann legði það ekki í vana sinn að bregðast við slíkum könnunum. Ragna Árnadóttir segist ekki hafa í huga forsetaframboð þótt hún viðurkenni að hún hafi verið hvött til þess. 

Í viðtali við Fréttablaðið segist Jón Gnarr ekki hafa íhugað forsetaframboð en að niðurstöður könnunarinnar séu hvatning fyrir hann til að íhuga málið betur.