Flugfélagið Mýflug hf. sinnir nær öllu sjúkraflugi á Íslandi samkvæmt samningi við Velferðarráðuneytið. Samningstíminn er frá 2006 til 2013. „Í dag er kjarnastarfsemi félagsins sjúkraflugið en við bjóðum einnig leiguflug og útsýnisflug auk þess að sinna annarri þjónustu“, segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Mýflugs.

„Við fórum um 470 flug á síðasta ári. Flest hafa flugin verið 570 ef ég man rétt, það var líklega árið 2007“, segir Leifur. Miðstöð sjúkraflugs er á Akureyri en að meðaltali berast félaginu 400-500 sjúkraflugsbeiðnir á ári og eru flest útköll innan Íslands.

Leifur bætir við að félagið sinni líka sjúkraflugi erlendis en um 20 flug voru farin til Grænlands á síðasta ári. Að auki séu alltaf nokkur flug á norðurlöndin. „Nú eftir áramótin fórum við fórum meira að segja til Frakklands. Þangað sóttum við íslenskan ferðamann sem hafði slasast á skíðum. Ástand sjúklingsins var metið svo að ekki væri hægt að flytja hann með hefðbundnu áætlunarflugi.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.