Vöruviðskipti í apríl voru óhagstæð um 10,5 milljarða króna. Í mánuðinum voru fluttar út vörur fyrir 41,2 milljarða og inn til landsins fyrir 51,7 milljarða. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar

Á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru fluttar út vörur fyrir 149,8 milljarða og inn fyrir 197,8 milljarða. Vöruviðskipti við útlönd voru því óhagstæð um 48 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins.

Á sama tíma árið 2016 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 32,2 milljarða á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptajöfnuðurinn var því 15,8 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið 2016.

Fyrstu fjóra mánuði ársins 2017 var verðmæti vöruútflutnings 30,0 milljörðum króna lægra, eða 16,7%, á gengi hvors árs,¹ en á sama tíma árið áður.

Fyrstu fjóra mánuði ársins 2017 var verðmæti vöruinnflutnings 14,2 milljörðum króna lægra, eða 6,7%, á gengi hvors árs,¹ en á sama tímabili árið áður.