Heildarvelta í kauphöllinni í dag nam tæpum 4,76 milljörðum króna, þar af námu viðskipti með skuldabréf tæpum 3,6 milljörðum.

Viðskipti með hlutabréf námu rúmlega 1,1 milljarði króna. Mest var velta með bréf í HB Granda, 243 milljónir króna. Viðskipti með bréf í Icelandair námu tæpum 208 milljónum og með 203 milljónir í Regin.

Langmest var hækkunin með bréf í Regin hf. eða 2,91%. Hagar hækkuðu um 1,32% og Icelandair um 0,67%. Hlutabréf í Sjóvá lækkuðu um 1,25% í tæplega 163 milljóna króna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,13% og var 1.360,77 við lok viðskipta.