Rapparinn og Grammy-verðlaunahafinn Curtis James Jackson III, betur þekktur sem 50 Cent, hefur farið fram á að vera tekinn til gjaldþrotaskipta. Í skjölum sem hann skilaði til gjaldþrotaréttar í Connecticut-fylki sagði 50 Cent að hann mæti eignir sínar og skuldir á bilinu 10 til 50 milljónir dollara.

Gjaldþrotabeiðnin kemur einungis örfáum dögum eftir að kviðdómur skyldaði rapparann til að greiða 5 milljónir dollara til konu sem kærði hann vegna kynlífsmynbands.

Á vefsíðu Forbes í maí var 50 Cent metinn á 155 milljónir Bandaríkjadala, en hann gerði garðinn frægan með slögurum á borð við "In da Club" og "P.I.M.P."

Þá hefur komið fram á veraldarvefnum að rapparinn gæti hagnast um 500 milljónir dollara á því að hafa snemma fjárfest í hinu gríðarlega vinsæla fyrirtæki Uber, sem bíður upp á leigubílaþjónustu í gegnum snjallsíma.