*

miðvikudagur, 20. janúar 2021
Innlent 30. maí 2019 08:05

5,5 milljarða tap Rio Tinto

Rio Tinto á Íslandi skilaði rúmlega 5,5 milljarða króna tapi á síðasta rekstrarári.

Ritstjórn
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto.
Haraldur Guðjónsson

Rio Tinto á Íslandi skilaði rúmlega 5,5 milljarða króna tapi á síðasta rekstrarári, samanborið við 49 milljóna króna tap árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega 69 milljörðum króna.

Eignir námu rúmlega 70 milljörðum króna í árslok 2018 og eigið fé félagsins nam rúmlega 50 milljörðum króna.

Laun og launatengd gjöld námu tæplega 6 milljörðum króna en að meðaltali störfuðu 399 manns hjá fyrirtækinu í fyrra. Rannveig Rist er forstjóri félagsins.

Stikkorð: Rio Tinto Rannveig Rist Uoogjör