© Hörður Kristjánsson (VB MYND/ HKR)
Í ársreikningi Húsasmiðjunnar kemur fram að greiðslur til forstjóra og stjórnar fyrirtækisins hafi numið 91 milljón króna á árinu 2010. Þar af voru 55 milljónir króna greiðslur vegna starfsloka fyrrum forstjóra Húsasmiðjunnar, Steins Loga Björnssonar. Hann vék úr starfi forstjóra Húsasmiðjunnar í janúar 2010 og starfaði því í tæpan einn mánuð fyrir fyrirtækið á því ári. Því fengu núverandi forstjóri, Sigurður Arnar Sigurðsson, og stjórn fyrirtækisins greiddar 36 milljónir króna í laun og launatengd gjöld á síðasta ári. Laun stjórnar og forstjóra voru 25 milljónir króna á árinu 2009 og hækkuðu því samtals um 30% á milli ára.