Áætlað er að um 60 milljónir dósa af íslensku skyri verði seldar á Norðurlöndunum á þessu ári. Til samanburðar seljast árlega um átta milljónir dósa af skyri hérlendis.

Þetta segir Aðalsteinn H. Magnússon, sölustjóri MS, í samtali við Sunnlenska en skyrið sem er flutt út til Norðurlandana er að mestu framleitt á Selfossi. Aðalsteinn segir um þriðjung framleiðslunnar vera íslenskan og fari í gegnum mjólkursamsöluna, eða 20 milljón dósir.

Hagnaðurinn af þeirri framleiðsli nemur 1800 milljónum króna. Auk þess eru um 40 milljónir dósa seldar með leyfissamningum til erlendra framleiðenda sem vinna skyrið undir eftirliti Mjólkursamsölunnar.