Bandaríski seðlabankinn tilkynnti í dag að hann muni kaupa bandarísk ríkisskuldabréf á markaði fyrir alls 600 milljarða dala. Þannig ætla stjórnvöld að reyna að snúa hjólum efnahagslífsins hraðar þar í landi.

Kaupin munu verða gerð á tímabilinu nóvember í ár til júní á næsta ári. Það jafngildir um 110 milljarða dala mánaðarlegum skuldabréfakaupum að jafnaði.

Erlendir fréttamiðlar fjalla í dag um aðgerðir seðlabankans. Í frétt BBC er haft eftir sérfræðingum að þessar aðgerðir bankans séu hans síðasta tækifæri til þess að auka hagvöxt. Stýrivextir bankans eru nú nálægt 0% og því ekkert svigrúm til frekari lækkanna vaxta. Því grípa stjórnvöld til þess ráðs að auka lausafé í umferð.