Rekstrartekjur samstæðu Opinna kerfa árið 2004 námu 14.763 milljónum króna og jukust um 26% frá árinu áður þegar þær námu 11.756 milljónum. Nokkrar breytingar hafa orðið á samstæðunni frá miðju ári 2003 og koma nú um 64% tekna félagsins erlendis frá.

EBITDA félagsins nam 806 milljónum króna á árinu og jókst um 37% frá fyrra ári, en það er í samræmi við áætlanir félagsins. Hagnaður ársins nam um 225 milljónum króna en 187 milljóna tap varð á rekstri félagsins árið 2003. Áhrif breytinga á meðferð afskriftar viðskiptavildar félagsins er um 235 milljónir til aukningar á hagnaði ársins. Veltufé frá rekstri nam 636 milljónum króna samanborið við 340 milljónir árið 2003.