Samkvæmt nýjum rannsóknum Sameinuðu þjóðanna á fjölda flóttafólks á heimsvísu eru rúmlega 65 milljón manns - fleiri en búa í Bretlandi - á flótta frá heimahögum sínum. Þetta er met í fjölda flóttafólks. Helst er það flóttafólk frá Sýrlandi og Afghanistan sem hefur yfirgefið heimaland sitt vegna stríðsástands eða ofsókna. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg.

Síðast þegar fjöldi flóttafólks var í seinni heimsstyrjöldinni - en þá náði það 60 milljónum manna sem flúðu ofsóknir nasista og stríðsástand í miðlægri Evrópu. Tölurnar benda til þess að á hverri mínútu síðasta árs hafi 24 manns lagt á flótta frá heimalandi sínu, eða um það bil 24 þúsund manns á hverjum degi. Þá voru það 6 manns á hverri mínútu árið 2005.

Eins og fyrr segir eru margir þessarra flóttamanna frá Sýrlandi. Þaðan hafa rúmlega 11 milljón manns flúið. Samtals eru flóttamenn frá Sýrlandi, Afghanistan og Sómalíu um helmingur þessarra 60 milljóna og helmingur þeirra sem flúið hafa frá þessum þremur löndum eru börn, samkvæmt þessum nýju rannsóknum Sameinuðu þjóðanna.