Afgreidd voru 1.529 gjaldþrotamál lögaðila á árinu og voru 657 úrskurðaðir gjaldþrota. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni er þetta hækkun á fjölda mála frá árinu 1993.

Þá voru afgreidd 347 gjaldþrotamál einstaklinga á síðasta ári og þar af voru 152 úrskurðaðir gjaldþrota.

Samkvæmt fyrrgreindum heimildum er hvort tveggja álíka og næstu tvö ár á undan en málum sem þessum hefur farið fækkandi síðustu ár.