Ás fasteignasala hagnaðist um 67,9 milljónir króna árið 2023 samanborið við 19,3 milljóna hagnað árið áður. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður á árinu 2024 allt að fjárhæð 50 milljónir vegna ársins 2023, að því er kemur fram í nýbirtum ársreikningi.

Tekjur fasteignasölunnar námu 256,6 milljónum króna í fyrra og jukust um 61% frá árinu 2022. Rekstrargjöld jukust um 35% og námu 180 milljónum. Fjöldi ársverka hjá félaginu voru 8 og laun og launatengd gjöld 142 milljónir.

Eignir Ás fasteignasölu voru bókfærðar á 171,3 milljónir í árslok 2023 og eigið fé var um 94 milljónir. Eiríkur Svanur Sigfússon og Aron Freyr Eiríksson eiga sitthvorn helmingshlut í fasteignasölunni.

Lykiltölur / Ás fasteignasala

2023 2022
Tekjur 256,6 159,4
Eignir 171,3 120,9
Eigið fé 94,3 61,4
Afkoma 67,9 19,3
- í milljónum króna