Umtalsverð aukning hefur orðið á nýskráningum á hjólhýsum á Íslandi á þessu ári. Samkvæmt tölum Samgöngustofu voru 430 hjólhýsi skráð frá janúar til júní 2017. Ef það er borið við sama tímabil í fyrra voru 253 hjólhýsi skráð og því er um 70 prósenta aukningu um að ræða á milli ára að því er kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins um málið.

Ef litið er til ársins 2008 þá voru 263 nýskráð hjólhýsi á janúar til júní 2008, en nú voru 63 prósentum fleiri hjólhýsi skráð á tímabilinu. Aftur á móti hefur dregur verulega úr sölu fellihýsa síðastliðin ár og var einungis eitt slíkt nýskráð á fyrstu sex mánuðum ársins og svipað var uppi á teningnum síðustu tvö árin.

Þrjátíu tjaldvagnar voru nýskráðir á fyrstu sex mánuðum ársins, fjórum fleiri en á sama tímabili í fyrra.