Velta sænska húsgagnaframleiðandans Ikea nam í fyrra 245 milljörðum sænskra króna. Það jafngildir tæplega 4500 milljörðum íslenskra króna.

Yfir 300 verslanir IKEA eru rekin víðsvegar um heiminn og er talið að samtals komi þangað um 700 milljónir manna á hverju ári. Milljarður manna skoðar heimasíðu fyrirtækisins á hverju ári, að því er Ritzau fréttastofan greinir frá.

IKEA er upprunalega sænskt vörumerki en salan í Svíþjóð hefur dregist nokkuð saman að undanförnu. „Söluþróunin er ekki eins og við hefðum vænst,“ segir Håkan Svedman, forstjóri IKEA í Svíþjóð. Mestur vöxtur í sölunni hefur aftur á móti verið í Rússlandi og í Kína.