Tekju­skattur nam alls 585 milljarðar króna árið 2022 en þar af runnu 306 milljarðar króna í út­svar til sveitar­fé­laga. Eftir standa 279 milljarðar sem renna til ríkis­sjóðs en 2/3 hluta tekna ríkis­sjóðs koma frá efstu tveimur tekju­tíundunum, sam­kvæmt gögnum sem fjár­mála­ráðu­neytið birti í dag.

Efstu þrjár tekju­tíundirnar skila ríkis­sjóði yfir 80% af tekjum sínum af tekjuskatti.

Út­svar er flatur skattur sem leggst jafnt á allar tekjur og jöfnunar­hlut­verk þess kemur í gegnum ríkið þegar það á­byrgist per­sónu­af­slátt til greiðslu út­svars.

Þannig greiddi ríkis­sjóður út­svar fyrir ein­stak­linga til fulls upp að 2.057.208 kr árs­tekjum og að hluta með árs­tekjum upp að 3.805.826 kr.

Tekjuhæsti hópurinn fær 28% af heildartekjum

Efri helmingur tekju­stigans greiðir um 82,5% gjalda sem lögð eru á fram­telj­endur.

Á efstu tekju­tíundina, sem fær 28% af heildar­tekjum er á­lagður skattur 35% af heildar­sköttum og borgar sú tíund að meðal­tali 3,2 milljónir króna í tekju­skatt, 2,4 milljónir króna í út­svar og 1,2 milljónir króna í fjár­magns­tekju­skatt.

Sem hlut­fall af heildar­stofni tekju­skatts greiðir efsta tíundin 39%, 23% alls út­svars og 83% af öllum fjár­magns­tekju­skatti.

Neðri fimm tekju­tíundirnar greiða saman­lagt 13% af heildar­út­svari og 4% af öllum tekju­skatti eða alls 17,5%.