Beiersdorf á Íslandi hagnaðist um 84 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 111 milljóna króna hagnað árið áður. Beiersdorf er alþjóðlegt húðumönnunar fyrirtæki sem selur vörur á borð við Nivea, Eucerin og Hansaplast plástrana.

Rekstrartekjur félagsins námu rétt rúmlega 428 milljónum króna samanborið við 499 milljónir króna árið áður. Rekstrargjöld námu 327 milljónum króna samanborið við 364 milljónir króna árið áður. Rekstrarhagnaður var þar af leiðandi 101 milljón króna. Eignir félagsins námu 180 milljónum króna um síðustu áramót og eigið fé nam um 121 milljón króna.

Laun og launatengd gjöld til starfsmanna námu 39 milljónum króna, en fimm starfsmenn störfuðu hjá félaginu að meðaltali í lok síðasta árs. Ólafur Gylfason er framkvæmdastjóri Beiersdorf á Íslandi.