95 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í júní sl., en í júní í fyrra voru fyrirtækin 92. Flest gjaldþrot voru í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, 23, og 20 í heild- og smásöluverslun. Fjöldi gjaldþrota fyrstu 6 mánuði ársins var 508 í ár en 393 í fyrra, sem er 29% aukning á milli ára. Þetta kemur fram í frétt hagstofunnar.