Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,14% milli mánaða í október sem þýðir að 12 mánaða verðbólga mælist nú 9,7% sem er nokkuð umfram spár markaðsaðila.

Á myndinni hér til hliðar má sjá þróun 12 mánaða verðbólgu síðustu 5 árin. Þar sést hvernig verðbólgan náði hámarki í janúar á þessu ári eða 18,6% en hefur lækkað jafnt og þétt síðan þá ef undan er skilinn júnímánuður. Þá er þetta í fyrsta skipti síðan í mars 2008 sem 12 mánaða verðbólga mælist undir 10%.

Á vef Hagstofunnar kemur fram að kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 1,4% (vísitöluáhrif 0,19%) og voru áhrif af hækkun markaðsverðs 0,23% en af lækkun raunvaxta -0,04%. Verð á dagvörum hækkaði um 1,0% (0,18%) og verð á fötum og skóm um 1,6% (0,10%). Þá hækkaði verð á flugfargjöldum til útlanda um 17,5% (0,14%).