Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,16% og er 6.156 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 5.720 milljónum króna.

Stærstu einstöku viðskiptin eru með bréf Straums-Burðarás. Um er að ræða utanþingsviðskipti fyrir 2.218 milljónir króna á genginu 16,9. Ekki hefur verið tilkynnt um viðskiptin til Kauphallarinnar.

Einnig voru tvo stór utanþingsviðskipti með bréf Kaupþings Banka. Markaðsvirði þeirra fyrri var 840 milljónir króna og fóru fram á genginu 840 og markaðsvirði þeirra seinna nam 808 milljónum króna á genginu 842.

Kaupþing banki hefur hækkað um 2,18%, Bakkavör Group hefur hækkað um 1,98%, Atorka Group um 1,27%, Dagsbrún hefur hækkað um 1,24% og FL Group hefur hækkað um 0,99%.

Actavis Group er eina félagið sem lækkað hefur við hádegi, nemur lækkunin 0,46%.

Gengi króna hefur styrkst um 0,75% og er 122 stig við hádegi.