Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,44% og er 6.342 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 1.446 milljónum króna.

365 hefur hækkað um 3% - síðustu sjö daga hefur félagið hækkað um 19,77% en sé  litið til síðustu fjögra vikna hefur það lækkað um 11,78%, Teymi hefur hækkað um 2,01% - sjö daga hækkun félagsins nemur 8,29%, Actavis Group hefur hækkað um 1,36%, Glitnir hefur hækkað um 0,88% og FL Group hefur hækkað um 0,88%.

Össur hefur lækkað um 0,9%, Flaga Group hefur lækkað um 0,81%, Eimskip hafa lækkað um 0,64% og Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,61%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,06% og er 125 stig við hádegi.