Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,13% og er 6.313,67 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands. Veltan nemur um 2.141 milljón króna.

FL Group hefur hækkað um 0,43%, Alfesca hefur hækkað um 0,20% og Kaupþing banki hefur hækkað um 0,12%.

365 hefur lækkað um 8,29% í 20 viðskiptum sem nema samtals um 41 milljón króna en félagið lækkaði um 7,86% í gær, Teymi hefur lækkað um 1,32%, Marel hefur lækkað um 0,63%, Avion Group hefur lækkað um 0,62% og Glitnir hefur lækkað um 0,45%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,05% og er 124,42 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.