Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,3% og er 3.218 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.Gengi krónu hefur veikst um 2,9% og er 208 stig.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu hækkanir og lækkanir félaga í Kauphöllinni.

Breska vísitalan FTSE100 hefur hækkað um 1,5%.Sænska vísitalan OMXS hefur hækkað um 1,6%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Danska vísitalan hefur lækkað um 0,5% og norska vísitalan hefur lækkað um 2,3%.

Eik banki hefur hækkað um 8% í tveimur viðskiptum, Eimskipafélagið hefur hækkað um 2,3%, Atlantic Petroleum hefur hækkað um 1,7% og Glitnir hefur hækkað um 1,1%.

Bakkavör Group hefur lækkað um 9,8%, Exista hefur lækkað um 9,2%, Spron hefur lækkað um 9,1%, Straumur hefur lækkað um 4,7% og Landsbankinn hefur lækkað um 3,5%.

Veltan á  íslenska hlutabréfamarkaðnum nemur 5,2 milljörðum króna en á skuldabréfamarkaði er hún 36,4 milljarðar króna.