Bréf Straums-Burðaráss hafa hækkað mest í dag, eða um 1,17% og standa nú í 21.55, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Bréf Actavis fylgja í kjölfarið með 1,13% hækkun og standa nú í 89.5, sem er ívið lægra en núgildandi yfirtökutilboð Novators hljóðar upp á.

Össur hefur hækkað um 0,92%, Exista um 0.45%, Landsbankinn um 0,39%, Atorka Group um 0,25%. Glitnir og Kaupþing hafa bæði hækkað um 0,18%.

Bréf Atlantic Petroleum hafa lækkað um 0,44%, Eimskipafélagið hefur farið niður um 0,5% og mestu lækkun í morgun á FL Group, eða 0,68%.