Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,56% og er 6.147 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 1.025 milljónum króna.

Ekkert félag hefur hækkað það sem af er degi.

Kaupþing banki hefur lækkað um 1,13%, Bakkavör Group hefur lækkað um 0,5%, Össur hefur lækkað um 0,44% og Landsbankinn hefur lækkað um 0,38%.

?Frekar dauflegt er á innlendum hlutabréfamarkaði þessa stundina. ICEX-15 lækkaði um 1% í gær, einkum vegna 1,5% lækkunar á bréfum Kaupþings banka og virðist enn nokkur þrýstingur til lækkunar á bréfum bankans. Í gær hófust viðskipti með þá nýju hluti sem bankinn gaf út til erlendra fjárfesta. Fjárfestarnir keyptu á 750 krónur á hlut eða 10% undir þáverandi markaðsgengi og er hugsanlegt að eitthvað sé um innlausn hagnaðar þessa dagana,? segir greiningardeild Glitnis.

Það er þó margt spennandi í fatvatninu, að hennar mati. ?Fjárfestum gefst færi á að fjárfesta í gamalgrónum og þekktum rekstri eins og Eimskipafélaginu og Icelandair en þessi félög einkennast af framþróun og vexti eins og reyndar flest fyrirtækjanna í Kauphöllinni.

Þá er stefnt að skráningu Símans í Kauphöllina að liðnu ári. Við reiknum með að mikið verði um yfirtökur á komandi ári og að þær verði í auknum mæli fjármagnaðar með eiginfjárframlagi erlendra fjárfesta. Því stefnir í verulega stækkun fyrirtækja og breikkun hluthafahóps og þar með dýpkun markaðarins á komandi misserum,? segir greiningardeildin.

Gengi krónu hefur veikst um 0,14% og er 125,5 stig við hádegi.