Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,22% og er 5.437,18 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Lítil viðskipta skipta eiga sér stað um þessar mundir og segja sérfræðingar það vera dæmigert sumareinkenni, menn séu einfaldlega í fríum.

FL Group hefur hækkað um 1,80%, Bakkavör Group hefur hækkað um 0,67%, Actavis Group hefur hækkað um 0,63%, Landsbankinn hefur hækkað um 0,50% og Kaupþing banki hefur hækkað um 0,27%.

Atorka Group hefur lækkað um 0,81%, Mosaic Fashions hefur lækkað um 0,63% og Glitnir hefur lækkað um 0,57%