Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,07% og er 8.404 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 1,8 milljarði króna.

FL Group hefur hækkað um 1,11%, Atlantic Petroleum hefur hækkað 0,89%, Straumur hefur hækkað um 0,48% og Bakkavör Group hefur hækkað um 0,45%.

Atorka Group hefur lækkað um 0,53%, Landsbankinn hefur lækkað um 0,37% en greiningardeild Glitnis opinberaði verðmat á banknaum í dag, Exista hefur lækkað um 0,28% og Kaupþing hefur lækkað um 0,25% en Morgan Stanley mælti í dag með því fjárfestir undirvigti Kaupþing.

Gengi krónu hefur styrkst um 1,06% og er 117,7 stig.