Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,24% og er 5.578,26 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni en hún hefur hefur verðið jákvæð síðan á mánudag og nemur hækkunin, með deginum í dag 4,64%.

Kaupþing banki hefur hækkað um 1,48%, Atorka Group hefur hækkað um 0,85%, Dagsbrún hefur hækkað um 0,70% og Actavis Group hefur hækkað um 0,16%.

Bakkavör Group hefur lækkað um 1,33%, Mosaic Fashions hefur hækkað um 0,65%, FL Group hefur lækkað um 0,45%, Straumur-Burðarás hefur lækkað 0,52% og Össur hefur lækkað um 0,46%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,41% og er 130,9 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.