Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,6% og er  4.258 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.  Veltan nemur 1,2 milljarði króna.

Ekkert félag hefur hækkað það sem af er degi. Hér til hliðar má sjá helstu lækkanir dagsins.

Helstu vísitölur í Evrópu hafa lækkað það sem af er degi, í kjölfar lækkana á bandarískum mörkuðum; þar hafa neikvæðar fréttir af verktakalánum og orðum Merril Lynch um bága stöðu GM hafa smitast til evrópskra markaða, ef marka má frétt Dow Jones.

Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 2,8%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 3% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 1,9%, samkvæmt upplýsingum Euroland.