Úrvalsvísitalan (OMXI6) stendur í stað frá því að opnað var fyrir viðskipti kl. 10 í morgun og stendur nú þegar þetta er skrifað, kl. 12:00 í 909 stigum samkvæmt Markaðsvaktinni.

Vísitalan lækkaði um 0,4% í gær en hefur lítið hreyfst í morgun.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur lækkað um 0,1% og stendur nú í 314 stigum.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga í Kauphöllinni en aðeins eitt félag, Alfesca hefur hækkað í morgun en á leiðir Century Aluminum lækkanir og hefur lækkað um 6,7%.

Velta með hlutabréf er sáralítið eða aðeins um 12 milljónir króna og aðeins hafa farið fram 15 viðskipti í morgun. Þar af eru um 9,5% milljónir króna með bréf í Össur.

Þá er velta fyrir tæpar 1,5 milljónir króna með bréf í Straum og tæpar 400 þúsund krónu með bréf í Alfesca.